Reglur fyrir Árskeppni FmÍ-2- í svifflugi.

 1. Flugmálafélag Íslands (FmÍ) efnir ár hvert til Árskeppni FmÍ i sviffugi.Keppnistímabilið er frá 1.október til 30 september að báðum dögum meðtöldum.
 2. Tilgangur keppninnar er að hvetja til aukins yfirlandsflugs á svifflugum.
 3. Þáttaka er heimil svifflugmönnum, sem eru fullgildir meðlimir í FmÍ eða aðildarfélagi þess.
 4. Keppendur skulu hafa skírteini svifflugmanns sem er útgefið af flugmálastjórn.
 5. Keppnin er einstaklingskeppni og gilda fyrir hana hinar almennu reglur Fédération Aéronautique Internationale (FAI) og leikreglur svifflugmanna (spotring Code, D-section) Metin verða til stiga tvö bestu yfirlandsflug hvers keppanda sem flogin eru á Íslandi. Undanskilin eru þó flug, sem flogin eru á Íslandsmóti FmÍ í svifflugi.
 6. Stig verða veitt fyrir keppnisflug á eftirfarandi hátt:
        a. Langflug (í beina línu) 1,00 stig/km
        b. Markflug 1,50 stig/km
        c. Markflug fram og tilbaka 1,75 stig/km
        d. Þríhyrningsflug 2,00 stig/km
 7. Aðeins þau flug verða metin til keppninnar, sem ná a.m.k. 50 stigum.
 8. Ef marki er ekki náð í flugi, sem tilkynnt var sem markflug, verða veitt 1.00 stig/km.
 9. Ef ekki er náð tilbaka að brottfarapunkti í flugi, sem tilkynnt var sem markflug fram og tilbaka, verða veitt 1,50 stig/km að hornpunkti, en þaðan 1,00 stig/km 
 10. Ef ekki er náð til baka að brottfararpunkti í flug, sem tilkynnt var sem þríhyrningsflug, verða veitt 1,50 stig/km að náðum hornpunktum, en þaðan 1,00 stig/km. 
 11. Um meðferð allra gagna, eins og flugyfirlýsingu, flugtaksvottorðs, pappírs úr hæðarrita gilda sömu reglur og fram koma í leikreglum svifflugmanna. Einnig gilda leikreglur svifflugmanna um brautir og ljósmyndun.
 12. Tilkynna skal Svifflugnefnd FmÍ. Eigi síðar en 1.nóvember ár hvert um þau flug, sem meta á til stiga í keppninni. 
 13. Sigurvegari telst sá svifflugmaður, sem hæsta stigatölu hlýtur samkvæmt 5.grein. Ber hann titilinn Ársmeistari í svifflugi það árið sem keppnin fór fram.