75 ára afmæli Svifflugfélags Akureyrar

Kæru félagar

Þann 9. apríl næstkomandi verður Svifflugfélag Akureyrar 75 ára. Að því tilefni viljum við bjóða öllum vinum og velunnurum félagsins í kaffi og kökur í Flugsafni Íslands 9. apríl, sem er annar í páskum, frá klukkan 15 til 17. Endilega takið þennan tíma frá og komum saman og minnumst þessara merku tímamóta.

Látið þetta berast til allra sem hafa átt þátt í starfi félagsins í gegnum þennan sögulega tíma.

Bestu kveðjur,

Sigtryggur Sigtryggsson,
formaður SFA

MeiraSetja inn athugasemd (0)Saturday, March 31, 2012

Fyrri færslaNæsta færsla


Athugasemdir

Setjið inn athugasemd

Er falið

Lista allar færslur