Fyrstu Silfur-C

Frásögn af tveimur fyrstu silfur C-prófunum i svifflugi,

sem náðust eftir 13 ára starfsemi S.F.F.Í.

.

Fyrsti svifflugmaður á Íslandi sem náði Silfur-C prófi í yfirlandsflugi var Magnús Guðbrandsson, flugskírteinishafi nr. 33
Þann 28. maí 1949.
Magnús hóf flug sitt frá Sandskeiði í norðan 6 – 7 vindstigum á svifflugunni Weihe TF-SAG. Svifflugan var dregin á loft af vélflugunni Boeing Stearman TF-KAU, sem Gunnar Pálmarson flaug, en flugskírteini hans er nr.99. Gunnar var góður svifflugmaður, t.d. setti hann hæðarmet, 16.000 fet árið 1948 meðSchweizer TF-SAF.
Magnús sleppti dráttartauginni í 700 feta hæð og flaug síðan að Vífilsfelli og náði þar góðu "hang" uppstreymi sem á skömmum tíma lyfti honum upp fyrir Vífilsfellið. Síðan flaug Magnús í norðvesturátt yfir Sandskeiðið og fann þar kraftmikið byIgjuuppstreymi, sem lyfti honum á nokkrum mínutum upp í 10.000 feta hræð. Magnús ákvað að notfæra sér þessa miklu flughæð og freista þess að ná til Keflavíkurflugvallar, sem er i 50 km fjarlægð í beinni loftlínu frá Sandskeiði. Eftir 1 kIst. og 35 mínutur var Magnús kominn yfir Keflavíkurflugvöll í góðri flughræð, en hávaxnir skýajabólstrar (cumulus) voru þarna í svipaðri hæð. Út úr skýjaþykkninu kom erlend DC-4 Skymaster flugvél, rétt innan við lögbundna lágmarksfjarlrægð frá svifflugu Magnúsar.
Út af þessu urðu mikill eftirmál vegna klögumála flugstórans á erlenda Skymastemum og verður sagt því í lok þessarar frásagnar. Magnús lenti síðan Weihenu á flugvélastræðinu vestan við gamla flugvallarhótelið, rétt við viðgerðaflugskýli ameríska herliðsins og fékk þar inni fyrir sviffluguna. Yfirmaður í flugskýlinu bauðst til að geyma sviffluguna, þar til Magnús gæti sótt hana. Gunnar Pálmarson flaug til Keflavikurflugvallar á Stearman flugvélinni, tveim tímum eftir lendingu Magnusar.
Daginn eftir, þann 29. maí, var norðan strekkingur á Sandskeiði og töldum við eigendur svifflugunar Olympiu TF-SDB að nú væri gott tækifræi fyrir Sigurð H. Ólafsson, sem var einn af stofnendum S.F.F.Í og heiðursfélagi, einnig var hann stofnandi Olympiu svifflugfélagsins, að reyna við fimm tíma flug fyrir Silfur-C.prófið.
Reyndin varð sú að eftir þrjú árangurslaus flugtök hjá Sigurði, hætti hann við að gera fleiri tilraunir. Hann taldi að niðurstreymi væri við Vífilsfellið, sem er afar sjaldgæft i sterkri norðanátt, en þó er það þekkt fyrirbrigði. Það var álit kunnáttumanna að sterkar bylgjur í norðan átt, kæmu frá Skarðsheiði og Esjunni og mynduðu niðurstreymi (eoa turbulence). Annar svifflugmaður reyndi líka flugtak, en fékk ekki uppstreymi við Vífilsfellið.
Allir sem voru viðstaddir töldu að þeir hefðu fundið vægt uppstreymi fyrir miðju Vífilsfellinu í nokkrar sekundur, en það hefði ekki nægt til að halda hæð. Taldi ég, sem þetta ritar, að þeir hefðu flogið of langt út frá þessu litla uppstreymi og verið of seinir að snúa við og niðurstreymið þvi náð yfirhöndinni. Ég hélt að norðan vindurinn sem var næst jörðinni og lenti á fremra "hanginu" bryti sér leið á litlu svæði upp í gegnum niðurstreymið við Vífilsfellið.
Var nú kominn galsi í menn, enda kalt i veðri. Þeir skoruðu á mig að sanna þessa kenningu mína. Ég var i þunnum jakkafötum og leyst mér half illa á þetta. Ég var þarna kominn til þess að draga Sigga H.á loft með dráttarspilinu og ætlaði síðan beint í bæinn, en félagarnir ætluðu að fylgjast með Sigga.
Eins og menn höguðu sér, þá sá ég mér ekki annan kost, en að reyna að sanna þessa kenningu mína. Ég lét Sigga H. draga mig á spilinu á loft í tæpa 300 metra hæð. Flaug ég nú Olympiunni beint á staðinn, sem ég var búinn að miða út á Vífilsfellinu. Þegar ég nálgaðist staðinn, þá sýndi mælirinn að svifflugan missti ekki lengur hæð. Hóf ég þá bratt spíralflug og eftir nokkrar mínútur var ég kominn á móts við efstu brún fjallsins.
Flaug ég þá norðvestur yfir Sandskeiðið og ætlaði mér að lenda fljótlega vegna spennu og kulda. Um 300 metrum vestan við Bláfjallaveginn flaug ég inn gífurlegt bylgjuuppstreymi. Slíkum krafti hef ég aldrei kynnst á mínum 67 ára flugferli. Það liðu ekki nema nokkrar mínútur þangað til að Olympian var komin í 13 þúsund feta hæð. Ég gerði mér þá ljóst að engin súrefnistæki voru til staðar. Ég setti þá á fullar loftbremsur, en svifflugan hélt áfram að hækka flugið, þó ekki eins hratt.
Komu nú upp í huga mér nokkur tilfelli er svifflugmenn sögðu að þeir gætu ekki komist niður vegana mikils uppstreymis. Og meira að segja hrópuðu þeir slík skilaboð úr opinni Grunau Baby svifflugu. Trúlega til afsökunar, vegna þess að þeir vissu að aðrir biðu spenntir eftir svifflugunum til að komast á loft.
Skal nú haldið áfram lýsingu á flugi mínu. Nú jók ég flughraðann úr 70 km í 200 km á klst. Þannig flaug ég vestur með bylgjunni til Reykjavíkurflugvallar.
Klefahúfan var orðin þétt hrímuð að innan og reyndi ég að þíða hana með lófunum til að ná smá útkikki, en það tóks ekki. En til hliðar á klefahúfunni var 10cm draggluggi, sem ég gat opnað og séð til kennileita. Annars flaug ég eftir áttavita. Þegar ég kom yfir Reykjavíkurflugvöll,sýndi hæðarmælirinn 12.000 fet. Ég flaug nokkra hringi yfir vellinum, kallaði nokkrum sinnum í talstöðina til flugstjónar, að ég ætlaði til Keflavíkurflugvallar og bað flugstjórn um að tilkynna það til flugumferðarstjónarinnar þar. Það voru truflanir á talsambandinu, svo að ég nam ekki svar flugturnsins. Talstöðin í Olympiu var smiðuð af Sigurði Finnbogasyni, en hann var radióamatör og einn af stofnendum S.F.F.Í. Talstöðin var margprófuð og hafði reynst vel.
Eftir nokkur hringflug yfir Reykjavíkurflugvelli tók ég stefnuna á Hafnarfjörð og var fljótlega kominn á móts við Hvaleyrarholtið. Flughæðin lækkaði snarlega um 2.000 fet og bjóst ég við að þurfa að hætta við áætlun mína, ef svifflugan heldi áfram að missa hæð. Eftir nokkrar mínútur lenti ég í uppstreymi og hækkaði flughæðin þá um 600 fet. Svona gekk flugið upp og niður alla leið til Keflavíkurflugvallar. Ég gleymdi að telja hvað ég þveraði margar loftbylgjur. Það hefðu verið fróðlegar upplýsingar.
Þegar ég kom yfir Keflavikurflugvöll, var ég í 5.000 fetum í heiðskíru veðri. Ég flaug þar nokkra hringi, til að sýna mig og vekja athygli á ferð minni. Mér fannst undarlegt að það heyrðist ekkert frá flugturninum, heldur aðeins truflanir í talstöðinni.
Hæðarmælirinn sýndi óbreytta flughæð, svo eg freistaðist til að fljúga út Reykjanesið að Garðskagavita og var alltaf í sömu flughæð. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvort uppstreymið stafaði frá loftbylgjum, eða hvort það væri norðanvindurinn frá hafinu sem myndaði uppstreymi við Reykjanesið. Nú var leikur einn að fljúga aftur til vallarins og kom ég þangað í 5.000 fetum. Flaug ég þar nokkra hringi og tók síðan stefnuna á Reykjanesvita og tók það aðeins nokkrar mínútur. Þegar ég snéri við þar, brá mér é brún því norðan vindurinn hafði aukist talsvert. "Ground speed" var séð úr þessari hæð, var á við gönguhraða manns. Næði ég ekki til vallarins aftur mundi ég allavega ná að Höfnum og lent á túnunum þar. Gerði ég mer nú ljóst að ég hafði ekki hugsað rökrétt og væri búinn að koma mér i vandræði.
Þarf ég annars að hafa áhyggjur af þvi að ná aftur inn á völlinn, hugsaði ég um stund. Þar sem ég var í 4.800 feta flughæð, þá var von um að ná lendingu á flugvellinum. Jók ég nú flughraðann í 100 km á klst. Á þessari stuttu leið að flugvellinum, missti ég 3.600 feta hæð og var í1.200 feta hæð,þegar ég náði inn á völlinn aftur. Á vellinum var uppstreymi og gat ég lyft mér í 2.500 feta hæð. Fannst mér nú nóg komið að sinni. Fyrir utan gamla hótelið á vellinum var kominn hópur fólks með myndavélar og mér fannst endilega ég þurfa að sýna því svolitið listflug og tók nokkra "lúbba" i roð, "Wing over" og krappa hringi. Að svo komnu renndi ég mér inn til lendingar hjá viðgerðarflugskýli hersins. Þar sem Magnús hafði fengið inni með sýna svifflugu.
Hópur hermanna, stóð fyrir utan flugskýlið og fylgdist með fluginu. Hermennimir tóku á móti mér og báru Olympiuna inn í flugskýlið og báðu mig að sækja hana sem fyrst.
Eftirmál varðandi þessi flug okkar Magnúsar voru eftirfarandi: Eftir þrjá daga vorum við Magnús boðaðir á fund Flugráðs. Á fundinum voru þeir Erling Ellingsen flugmálastjóri, Sigurður Jónsson (Flug), Sigfús H. Guðmundsson og Haukur Claessen.
Flugráðsmenn voru mjög þúngbúnir og alvarlegir á svipinn. Erling hélt yfir okkur þrumandi ræðu umn að við Magnús hefðum brotið alþjólegar flugreglur með því að tilkynna ekki með minnst 15 mínútna fyrirvara, komu okkar í umferðarhring Keflavíkurflugvallar. Þess vegna yrði að taka af okkur flugskírteini í 6 mánuði.
Magnúsi var mjög brugðið. Hann var kominn með atvinnuflugmanns skírteini no.33 og átti von á flugmannsstarfi hjá FlugféIagi Íslands. Ég var með einkaflugmanns skírteini no.139.Sumarið var fram undan og við vorum með hugann við að undirbúa Gull-C próf. Ég benti ráðinu á að í svifflugi væri leitað að ósýnilegu uppstreymi af ýmsu tagi, sem ómögulegt væri að tímasetja eða staðsetja fyrir fram. Þannig væri svifflugíþróttin.
Í Olympiu svifflugunni hafði ég verið með talstöð með stórri rafhlöðu. Hún hafði losnað í ókyrrðinni og vírar dregist út úr tengingum og samband talstöðvar þvi lélegt. Það skal tekið fram að flugturnsmenn í Reykjavík heyrði í talstöð, en þeir gátu ekki greint mál mitt vegna truflana. Flugturnsmenn töldu það vera yfirslátt sem kæmi frá talstöðum skipa. Flugráðsmönnum var ekki hnikað og var kominn hiti í umræðunar.
Ég lagði spurningu fyrir flugráðið þess efnis, hvort þeir hefðu á stefnuskrá sinni að stöðva þróun flugs á Íslandi ? Ég hafði haldið þeir væru á launum hjá þvi opinbera og væru til þess skipaðir að styðja við flug á Íslandi af öllum mætti. Benti ég þeim á að þeir hefðu sofið á verðinum t.d. með því að beita ekki áhrifum sínum til að svifflugur og litlar einkaflugvélar hefðu möguleika á að fá litlar talstöðvar í stað koffortastórra stöðva hjá einokunarstofnuninni, Landssíma Íslands.
Ég sagðist ekki sætta mig við þessar hótanir og mundi gera þetta opinbert i fjölmiðlum. Tók þá Sigfús til máls, en hann hafði haft sig litið í frammi í deilunni til þessa. Hann sagði að Matthías hefði mikið til síns máIs. Hann kom með tillögu um að fella kræuna niður og reyna með öllum ráðum að fyrirbyggja að svifflugur og einkavélflugvélar, kæmu inn í umferahringi aðalflugvalla, nema að hafa tilkynnt komu sína með hæfilegum fyrirvara. Þar með lauk Þessum dómarafundi Flugrás með fullri sátt allra.
Þessar línur eru skrifaðar til að svifflugmenn, sem ætla sér í yfirlandsflug, kynni sér vel allar flugreglur og fari með gát og forðist slys og sektir, bæði á Íslandi og erlendis.
.
. Matthías Matthíasson flugskírteinshafi no.139


e.s. Svifflugan TF-SDB var síðar seld til Akureyrar þar sem hún fékk einkennisstafina TF-SBB.
Hún er nú í endursmíði hjá Dúa Eðvaldssyni, Og er á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli. Þ.I.

MeiraSetja inn athugasemd (12)Monday, April 14, 2008

Fyrri færslaNæsta færsla


Athugasemdir

Setjið inn athugasemd

Er falið

Lista allar færslur